Mig langar að deila með ykkur nokkrum hlutum á þessu ljúfa sumarkvöldi. Hér eru börnin öll sofnuð. Maðurinn að horfa á fótbolta í sjónvarpinu ooog ég búin að fá mér svolítið súkkulaði. Það er s.s. allt eins og það á að vera.
Ég gæti mögulega verið að missa mig aðeins yfir nýja möguleikanum á instagram. Hann er að nú er hægt að setja inn stutt myndbrot. Ég er búin að updeita appið og er nú til í allt! (P.s. vona að ég muni getað hamið mig og taki ekki allt lífið hér eftir upp á myndband... Kemur í ljós.) Hér er svo bráðfyndið myndband um instagram..
Svo er það þessi litla mynd sem ég og síminn minn bjuggum til saman.
Nokkrar góðar greinar sem ég hef lesið í dag:
Falleg hugmynd að gjöf verðandi mæður.
Ráð frá Naomi á LoveTaza um það að taka myndir af litlum börnum. Það er sirka svona sem ég nálgast það að taka myndir af mínum börnum.
Hér eru svo tvö nettímarit sem hægt er að njóta um helgina. Adore Home Magazine og Heart Home Magazine.
Þetta langar mig að gera um helgina. Úti á grasi. En bara ef það verður sól!
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment