Tuesday, June 25, 2013

Heima með börnin

Ragna Evey bað um daginn um það að fá að mála. Það var auðvitað minnsta málið. Ég skellti málningu á disk, reddaði svo blaði og pensli.

Sá þá að Elmar Ottó væri alveg að vakna og vissi að hann myndi vilja fá að drekka svo ég kippti henni úr fötunum. .

Þegar ég var sest niður til að gefa drengnum var mín komin í þessa stöðu. Þá var gert hlé á gjöfinni og Ragna fest í beltið á stólnum.

Svona leit hún svo út þegar listaverkið var tilbúið. Kannski og bara kannski var hún líka búin að mála svolítið á vegginn líka ;-)

Núna hangir myndin svo uppá vegg. En ég er svona að spá í að reyna að fara að gera svolítið heimilislegra hér á sumarheimilinu ..



Kv. Dúdda <3

1 comment: