Ég má ekki og vil ekki gleyma því að þessi vill ennþá að við köllum hana litlu. Sem er auðvitað hárrétt hjá henni. Hún er auðvitað lítil ennþá þó svo að hún hafi vaknað einn morguninn fyrir um fjórum mánuðum orðin stóra systir. Ég vona bara að hún muni þetta líka seinna þegar ég vil að hún verði áfram litla stelpan;-)
Ég vil ekki heldur gleyma því þegar hún uppúr þurru endurtekur mammí, mammí, mammí og knúsar svo innilega.
Eða því þegar hún kemur og segir: ,,Þú ert svona góð kona." með litlu skræku röddinni sinni.
Litla ljúfa Ragna Evey.
Kv. Dúdda <3
Litli engilinn minn:)!
ReplyDelete