Elsku lesendur ég vona að þið munið eiga góða helgi með fólkinu ykkar.
Ég ætla í það minnsta að eiga hana góða. En ég mun byrja á því að komast í gegnum 10km í Reykjavíkurmaraþoninu með elskulegri systur minni. En við hlaupum báðar til styrktar SÁÁ.
Svo mun helgin sennilega einkennast af rólegheitum með börnunum mínum og eiginmanni. Ég ætla að framleiða dúska í massavís fyrir skreytingar í brúðkaupinu hjá Árnýju systir. Halda áfram að prjóna stykkið sem ég byrjaði á í sumar, það gengur hægt en skal takast!
Ég mun sennilega líka drekka mikið af uppáhalds græna teinu mínu og drekka þessa sjúklega fríksandi dropa út í soðið vatn. Love it!
Kv. Dúdda <3
Er orðin frekar spennt:)
ReplyDeleteHlakka til að koma í heimsókn og fá smá te:)