Monday, September 9, 2013

Haust



Haustið er skollið á og mér þykir nú eiginlega bara vænt um það. Ég er byrjuð aftur í skóla og er nóg að gera þar. Fyrsta staðlotan  kláraðist í dag og ég aðeins farin að átta mig á þessu öllu og skipuleggja mig svo ég fer vonandi að eiga aðeins meiri me-time í tölvunni ;-)

Við fjölskyldan erum líka að reyna að njóta síðustu viknanna hér á suðurlandinu áður en við höldum heim á leið í lok mánaðarins. Við erum svo heppin að pabbinn er í fæðingarorlofi svo dagarnir ganga ansi vel. Ég verð að segja að þó ég muni sakna suðursins þá get ég ekki beðið eftir að komast heim og koma okkur vel fyrir og byrja almennilega rútínu. Það verður kærkomið!

Ég þarf svo að fara að segja ykkur frá nokkrum nýjum og skemmtilegum öppum sem ég er búin að fá mér í símann minn :-)


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment