Hvernig gerðist það að allt í einu er litla stelpan mín er allt í einu orðin 5 ára.
Þessi fallega stelpa er fyndin, klár, ljúf, hugrökk og dugleg. Hún reynir oft á foreldra sína en er alltaf að æfa sig meira og meira í þolinmæðinni. Það er aldrei leiðinlegt að vera þar sem Erla Maren er en hún er mjög uppátækjasöm og með dásamlegt ímyndunarafl sem mamman vildi að hún ætti líka.
Bleikur er uppáhaldsliturinn og það ber mömmunni að virða þó svo hann sé alls ekki uppáhaldsliturinn hennar. Svo það sem hún fékk voru 2 bleikar veislur. Ein hjá Siggu ömmu áður en við fórum aftur vestur og svo ein með litlum vinum og vinkonum heima hjá okkur.
Það var bleik kaka í báðum veislunum enda smakkast bleikar kökur betur en aðrar þegar maður er 5 ára.
Bleikur kjóll sem lyftist þegar maður snýr sér.
Erla Maren er besta stóra systir sem nokkur getur hugsað sér! Hún hugsar alltaf svo vel um þessi yngri og passar uppá þau. Hér er hún nývöknuð 1. október og búið að syngja fyrir hana í rúminu og búin að fá pakka
Besta afmælisgjöfin var sennilega sú að byrja aftur í leikskólanum. Hér er hún að koma heim eftir daginn, ekkert lítið sátt eins og sjá má!
Boðskortin voru bleik og búin til með Studio appinu.
Stofan var að sjálfsögðu skreytt. Við bjuggum til garland með bleikum skúfum.
Já... bleikt..
Girnilegustu cupcakes sem sést hafa! Melónubitar í formum.
Það sem gleymdist að mynda eru drykkirnir í barnaafmælinu en þeir vöktu mikla lukku! Boðið var uppá bleika mjólk og bleikan kristal. Smá matarlitur gerir gæfumuninn!
Nú eru 2 afmælisveislur að baki og allir sælir og glaðir! :-)
Kv. Dúdda <3
Til hamingju með 5 ára skottuna þína :) mikið sem hún er fín í bleiku og allt bleikt og fínt í veislunni :) ég á einmitt einn sem bíður mjög spenntur að verða 5 ára (í lok okt) og það er rætt á hverjum degi hvernig hitt og þetta eigi að vera ;) Svo gaman af þessum aldri :)
ReplyDeleteskoða alltaf bloggið þitt þótt ég sé ekki duglegur kvittari :)
kveðja frá Seyðisfirði;
Halla