Vei Vei! Þetta var gaman!
Þeir sem deildu myndinni minni á facebook og sendu mér svo heimilisfang fengu sendan glaðning frá mér.
Ég ákvað að búa til sæta eldspýtustokka með því að búa til falleg skilaboð sem ég límdi svo framan á pakkana.
Eldspýtur notum við jú til að kveikja á kertum og því sneru skilaboðin öll að ljósi.
Eldspýtur hæfa þessum árstíma líka vel því þetta er sko tíminn til að hafa kósý!
Hanna Siv vinkona var svo yndisleg að smella af mér myndum með glaðningana 152 :-)
Miðað við þau skilaboð sem ég hef fengið virðist gjöfin hafa slegið í gegn. Ég er rosalega ánægð með það :-)
Eigiði notalegan dag elskurnar!
Kv. Dúdda <3
Takk kærlega fyrir mig. Þetta var mjög góð byrjun á helginni :)
ReplyDelete