Í dag er ég búin að leita og svo leitaði ég meira. Tölvumúsin er týnd. Ég hef yngsta fjölskyldumeðliminn sterklega grunaðan um hvarf hennar. Það sem ég veit er að hún er ekki í þvottavélinni, ekki í sturtunni, ekki í þakrennunum, ekki á stéttinni fyrir utan húsið, ekki í neinum dótakassa, ruslinu eða í fatagrindunum. Ekki undir pullunum í sófanum og ekki neinstaðar! Ég hef meira að segja hef leitað á skrifborðinu örugglega fimm sinnum því hlutirnir eru svo oft ekki langt frá þeim stað sem þeir eiga að vera á. Eiginlega hefði ég átt að nota tímann minn í allt annað í dag en að hlaupa um íbúðina eins og kjáni... Svona eru víst bara sumir dagar.
Kv. Dúdda<3
No comments:
Post a Comment