Meira og meira af molum af þessum litlu molum sem ég á.
Hér eru þau nývöknuð að kúra sér uppí rúmi. Myndir teknar í lítilli birtu verða svo oft svona hreyfðar. Sé þeim smellt í svart-hvítt verða þær bara dásamlegar og fanga oft augnablikið bara betur ef eitthvað er.
Ragnan mín dáleidd af sjónvarpinu.
Ragna og blómin- góð saman. Húfuna fékk hún að gjöf frá lítilli vinkonu um daginn. Ég er að elska hana í tætlur! Fer henni ekkert lítið vel.
Kósý kúr
Besti tími dagsins hjá þessum er þegar hann fær að hvíla sig á bleijunni og fara í nærbuxur af stóru stelpunum. Mamman þarf bara að vera vel vakandi ;-)
Já svo ástfangin er ég af húfunni að ég fékk hana lánaða um daginn þegar ég ákvað að skottast aðeins uppá fjallið hér fyrir ofan. Ég fór ekkert alveg uppá topp bara aðeins uppí hlíð eins gott að fara að æfa sig fyrir haustið þegar ég fer að sækja berin :-)
Sólarlagið hér í firðinum er engu líkt.
Allir hressir í sundi.
Skotturnar elska að kíkja um borð í Jón Júlí þar sem þær þykjast vera sjómenn.
Allir vel merktir Arsenal daginn sem þeir lyftu loksins bikar. Pabbinn lagði línurnar að klæðnaði barnanna.
Þessi passar vel upp á sína.
Og að lokum eitt gullkorn af pinterest. Á íslensku já takk! :-)
Föstudagur í dag og því helgin framundan. Helgarfrí hjá stelpunum. Kósíkvöld er á dagskrá í kvöld og vonandi fullt af ævintýrum alla helgina.
Góða og gleðilega helgi elsku fólk!
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment