Tuesday, May 20, 2014

Myndirnar mínar og sjoppan

Þessi litla síða mín er alltaf að fá fleiri og fleiri lesendur sem gleður mig mikið að sjá. Jákvæðni og allt það sem fallegt er á alltaf erindi og því skemmtilegt að sjá alltaf fleiri og fleiri sem kíkja hér inn.

Í tilefni þess að fleiri eru farnir að skoða síðuna langar mig til þess að minna  á myndirnar mínar sem ég er með til sölu í sjoppunni minni á facebook. Myndirnar hér fyrir neðan eru textar sem verða alltaf mínir uppáhalds. Auðvitað bætist svo alltaf í þann hóp.








Myndirnar koma í stærð A4 og eru prentaðar á þykkan og góðan pappír. Þær kosta 2400 kr. 

Í sumar hef ég góðan tíma og get tekið að mér að útbúa myndir í nánast hvaða lit sem er og með hvaða texta sem er. Hér eru gullkorn sem ég hef sankað að mér á pinterest. Einnig er gaman að taka setningar úr lögum. Myndirnar eru fallegar í allskonar römmum og eru vinsælar og skemmtilegar gjafir.
Sérpantanir á myndum kosta 3700 kr.

Þetta föndur mitt er auðvitað eitthvað sem allir gætu gert og er ykkur velkomið að fá lánaðar hugmyndir hjá mér. Hins vegar er það þannig að við föndrum sjaldnast allt það sem við ætlum okkur og því er sniðugt að styrkja einhvern eins og mig til þess að gera það fyrir ykkur. Mér þykir afskaplega vænt um hverja þá pöntun á mynd sem ég fæ.


Svo ætti ég kannski að deila því núna til að sparka aðeins í rassinn á mér að ég er að vinna í nokkrum nýjum myndum sem koma í sölu á næstunni.

Ást og kærleikur!
Kv. Dúdda <3

1 comment:

  1. Yndislega fallegt hjá þér, eins og alltaf!

    Svo verð ég líka að segja að börnin þín, og þessir póstar um þau, ylja manni um hjartað - enda einstaklega falleg börn sem þú átt :)

    ReplyDelete