Í gær átti ég 29 ára afmæli. Ég átti dásamlegan dag með krúttunum mínum.
Við týndum lúpínur til að setja í vasa
Löbbuðum svo á nýja hoppubelginn sem er á tjaldsvæðinu hér á Tálknafirði. Þessi stutti labbaði góðan spöl, mátti ómögulega vera að því að sitja í einhverri kerru. Það var lítið um myndatökur við hoppubelginn enda við öll upptekin af því að hoppa!
Fallegar eru þær.
Við pöntuðum okkur svo pizzu sem við borðuðum úti í garði enda algert logn og heitt. Eftir matinn fórum við mæðgur svo í örlítinn göngutúr.
Já ansi næs dagur! :-)
Kv. Dúdda <3
Til hamingju með daginn þinn!
ReplyDelete