Við hjónin vorum svo heppin að vera boðin í brúðkaup fyrir sunnan um síðustu helgi. Ennþá heppnari vorum við að mamma og pabbi voru tilbúin að passa börnin þrjú svo við gátum farið tvö ein í þennan skottúr. Það hefði verið strembið fyrir litla kroppa að þvælast alla þessa leið til þess að vera svo í pössun fyrir sunnan svo þetta var best svona.
Við lögðum af stað um hálf 11 á föstudagskvöldið og svona var útsýnið meira og minna alla leiðina. Þessi fallegi græni litur sem klæðir landið svona vel, dimmi grái liturinn og hvíta þokan mynduðu alveg dásamlega litasamsetningu sem ég fæ ekki nóg af.
Úr varð að ég heimtaði að við myndum stoppa til að fara í smá myndatöku. Það var engin afsökun því ekki voru nein sofandi börn í bílnum. Þessi mynd er tekin í Kjálkafirði en þar er alltaf gaman að stoppa. Þegar ég var barn stoppuðum við oft þar og borðuðum nesti.
Í þessari kirkju, Ólafsvallakirkju fengum við að fylgjast með dásamlegri athöfn hjá góðri vinkonu minni Þórdísi Emmu og Bergvini.
Eva Lind snillinga vinkona mín tók svo þessar fínu myndir af okkur fyrir utan kirkjuna.
Þarna er ég í kjól sem Alli keypti í London en yfir hann fór ég í þetta fína pils frá Árnýju systir. Alli er í fallega Farmers Market vestinu sem við gáfum honum í afmælisgjöf. Ég var lengi búin að hugsa um það en ég held að hann sé bara enn flottari í því en mig grunaði.
Ósjálfrátt rifjast upp manns eigin stóri dagur á degi sem þessum..
Veislan fór svo fram í Þjórsárveri en salurinn var einstaklega fallegur. Skreyttur með viltum blómum og veifum.
Seinna brúðkaup sumarsins er svo það sem haldið verður hér á Tálknafirði þegar Sigríður Etna litla systir og Ingólfur hennar giftast. Ég er búin að setja sjálfa mig í skreytingarnefnd ;-) Ég get ekki lýst því hvað ég er orðin spennt!
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment