Friday, June 27, 2014

Blessuð blómin

Takk fyrir fallegu skilaboðin eftir mömmu-póstinn hér fyrir neðan. Þau hlýja mér um hjartað að lesa <3

Það hefur áður komið fram hér á blogginu að þessi litla stelpa er hrifin af blómum. Svo um daginn þegar stóra systirin fór í smá ferðalag með leikskólanum þurfti ekki meira til að gleðja þetta litla skott en að fara út og tína blóm.


Pabbinn var sendur yfir lækinn að sækja blóm, því þar voru þau bleik!

Vel sátt.

Sjá þennan svip :-)

Við skiptum þeim svo eftir litum í krukkur og settum á skenkinn og allir sáttir og glaðir.


Góða helgi!

Kv. Dúdda <3


1 comment: