Hvernig væri að láta veðrið ekki skemma fyrir sér daginn og nýta hann frekar í kósýheit innivið. Ef það er eitthvað sem við íslendingar ættum að vera góð í þá væri það að geta gert sér góðan dag heima.
Í morgun erum við búin að taka til, leika okkur útum allt, hanga í tölvunni, föndra, borða harðfisk í sófanum og kúra. Það vill svo vel til að við erum heima öll fjölskyldan í dag auk nokkura gesta. Á dagskránni er að taka meira til, baka eina skúffu, kíkja út í pollana ef við nennum og jafnvel að skella okkur í sund. En bara ef við nennum. Mér finnst mjög líklegt að fótbolti muni eitthvað koma við sögu ;-)
Í gær var næstum sama dagskráin en besti partur dagsins var sennilega þegar við skelltum okkur aðeins út á blautan rólóinn þegar stytti upp.
Ákveðum sjálf hvernig dagurinn á að vera. Látum ekki veðrið stjórna því!
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment