Þessi frábæra og duglega stelpa varð sex ára 1. október. Hún hefur frábæran karakter og með henni leiðist mér aldrei. Litla stelpan sem gerði mig að mömmu er allt í einu orðin 6 ára. Helgina eftir afmælið héldum við svo smá veislu fyrir vini, fjölskyldu og bekkjarfélagana. Þessi mynd var á boðskortinu :-)
Afmælispakkinn var auðvitað opnaður strax og hún vaknaði. Að vísu vaknaði hún nokkrum sinnum um nóttina til að tékka á klukkunni en fékk ekki að opna fyrr en dagurinn var kominn ;-)
Við erum ekkert alltaf sammála. Hún vildi kaupa köku en mig langaði til að baka og skreyta með henni en það finnst mér vera algert möst! Við mættumst á miðri leið þar sem við keyptum toppinn og skreyttum svo rest. Við vorum ekkert lítið sáttar með þessa :-) En blár er uppáhaldsliturinn í augnablikinu. Á disknum fyrir aftan ma sjá rice-crispies kökur með rjóma og jarðaberjaíssósu það var mjög gott og vinsælt.
:-)
Hér er auðvitað ekki haldið uppá afmæli án þess að skreyta svolítið. Kemur sér vel að eiga alltaf veifur frá Tiger. Ég kann mikið vel að meta þessa litadýrð í eldhúsinu og hugsa að veifurnar fái að hanga svolítið áfram.
Kv. Dúdda <3
Svo falleg þessi snúlla, til hamingju með hana!
ReplyDeletekveðja Ása