Tuesday, November 25, 2014

Takk fyrir daginn

á hverju kvöldi þökkum við hér heima hvoru öðru fyrir daginn. Ég held að við segjum þetta flest við vinnufélagana þegar við förum heim þegar vinnudeginum er lokið en afhverju ættum við ekki að segja þetta við uppáhalds fólkið okkar?

Þrjú lítil orð sem hljóma svo fallega og mér hefur sýnst að þeim þyki gott að heyra þetta fyrir svefninn. Hvað ætli sé betra fyrir lítið barn sð heyra en að mamma og pabbi séu þakklát fyrir daginn með manni.

Og það sem er enn krúttlegra í þessu öllu er þegar þau segja þetta við hvort annað: ,, Góða nótt, takk fyrir daginn, ég elska þig."

Ég spring úr ást, ég er að segja ykkur það!

Kv. Dúdda <3


3 comments:

  1. Yndilegt! Við segjum þetta líka hérna, og krakkarnir hvort við annað :)

    ReplyDelete
  2. Hef ekki kíkt við í dálítið langan tíman en er búin að lesa alveg marga pósta aftur í tímann. Þú ert alveg yndislegur bloggari, Dúdda. Takk fyrir mig!

    ReplyDelete
  3. ó ji, ég er svo sammála. hef sagt þetta við mína frá fyrsta kvöldinu hennar í þessu lífi. falleg orð.

    Guðrún

    ReplyDelete