Þetta teppi prjónaði ég fyrir ófædda krílið hennar Sigríðar systur og Ingólfs hennar. Nú bíðum við öll og teppið líka eftir því að það komi í heiminn. Teppið er alveg tilbúið, þrifið og fínt og komið heim.
Ég er ekki mikil prjónakona eins og sést á myndunum. Garðaprjónið er allt sem ég treysti mér í ;-) Ég held samt að það fari að vera kominn tími á eitthvað meira krefjandi. Svona einhverntíma í nánustu framtíð.
Það breytir því þó ekki að útkoman er mjög skemmtileg en ég er alveg sjúk í þessi teppi, hef líka prjónað nokkur. Eldri systir mín á líka von á barni svo ég þarf fljótlega að fara að byrja á nýju.
Nokkrir hafa spurt um stærðina á þessum teppum en ég mældi þetta og það var 84 x 97cm. Í það fóru um 7 dokkur af kambgarni og fitjaði ég upp á 140 lykkjum.
Góða helgi kæru lesendur!
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment