Monday, December 29, 2014

Jólin

Og nokkrar myndir frá þessum dásamlegu jólum. Það er svo dásamlegt að upplifa jólin með börnunum þó svo að það taki stundum á.

Spenningurinn fór eiginlega mest í þessa en hér er hún lögst undir tréð með pökkunum á Þorláksmessukvöld.

Systkinin tilbúin. Komin í jólafötin.

Þessa bók þráðu systurnar. Við skulum svo sjá til hvernig mömmunni gengur að greiða eftir henni og þeim gengur að halda greiðslunum í hárinu :-)

Þetta voru viðbrögðin. Frekar krúttlegt :-)

Gleði gleði :-)

Bleikt og mjúkt ...

Síður bleikur kjóll. Þessi var búinn að vera á óskalistanum lengi og ekkert annað í stöðunni en að uppfylla óskina

Þau voru svo glöð og þakklát. Alveg eins og það á að vera :-)





Í fyrsta pakkanum sem Elmar opnaði var þessi fíni bolur sem hann var harðákveðinn að fara strax í. Systurnar voru eins og sjá má á þessari mynd mjög duglegar að aðstoða litla manninn við að opna pakkana.


Syngjandi kát.

Erla Maren er mest á hvolfi þessa dagana.

Fjölskyldumynd


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment