Monday, May 4, 2015

Afmælis

Við fögnuðum fjögurra ára afmæli Rögnu Eveyjar á sumardaginn fyrsta. Við hristum veislu saman á núll einni og mér leið svolítið eins og þetta hafi ekki verið nógu fínt. En daman var alsæl, eins og alltaf. Þetta barn!
Væntingarnar voru ekki miklar. Það eina sem hún vildi var blá kaka og sykurpúða og nammi með pinna. Lítið mál að redda því. Hún átti dásamlegan dag þar sem húsið fylltist af dásemdar stúlkum og öðrum góðum gestum.

Allir ættu að eiga eina Rögnu. Ein Ragna í hverja fjölskyldu! Þá er ég viss um að allir væru hamingjusamir og heimurinn betri. Uppúr henni velta gullkorn á hverjum degi. Hún er eins og fiðrildi í mannsmynd. Flögrar um og brosir framan í heiminn og gefur öllum sem hún hittir svolítið af sér. Ég veit ekki úr hverju hún er gerð og ég get ekki beðið eftir að sjá hvað hún gerir.

Í veislunni tók ég ekki mikið af myndum, það er bara stundum þannig að það gleymist. Hér eru samt nokkrar frá smá föndurstund sem við áttum um daginn.

Við lékum okkur með plötur sem við fundum í geymslunni, akrílmálningu, pensla, plastfilmu og hendurnar okkar. Við skemmtum okkur konunglega.

,,Mamma, við erum listakonur."


Kv. Dúdda <3

2 comments:


  1. Ég skoða regglulega síðuna þína (þó ég þekki þig ekki), en þú skrifar svo fallega og kannt greinilega að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
    Ég á einmitt eina svona litla fjagra ára skottu sem er dálítið lík þeirri Rögnu sem þú lýsir þarna og það er dásemd og ég nýt hvers dags.
    Til hamingju með litla skottið þitt.
    Kveðja Ása

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir fallega kveðju! Þú ert aldeilis heppin að eiga eina svona <3

    ReplyDelete