Tuesday, September 22, 2015

Lambafoss

Já, spáiði í því að bara rétt hjá veginum sem maður hefur keyrt ótal sinnum eru dásamlegir leynistaðir sem bíða þess að maður fatti þá. Við Erla Maren fundum einn slíkan í sumar þegar við fórum í smá göngutúr eftir að litlu tvö voru sofnuð. Undir vegamótunum þar sem beygt er til þorpsins í Tálknafirði leynist nefninlega þessi fallegi foss - Lambafoss.





Blaut í lappirnar eftir að vaða yfir lækinn.


Nesti - alltaf nesti. Og kókósbolla er fínasta nesti :-)


Aðeins að klöngrast.

Sólskinsbarn.

Dýrmætt að eiga svona stund með stóru stelpunni.


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment