Tuesday, April 13, 2010

Fjársjóðsfundur

Fór til Elskulegrar ömmu minnar, Jónu á Þórshamri, þegar ég var fyrir vestan. Vissi að hún var alltaf dugleg að sauma og langaði að tékka hvort hún ætti einhver saumablöð.

Amma saumaði t.d. þessa skyrtu á mig þegar ég var lítil. Hér er Erla mín í henni.
Amma átti heldur betur nokkur blöð og hún vildi endilega gefa mér þau!! Þarna í bunkanum voru líka nokkur gömul prjónablöð

Nokkrar flottar flíkur í blöðunum: 








Góðan þriðjudag!! :-)

3 comments:

  1. Þessi tennispeysa fyrir karlmenn er eiginlega dásamleg! Mig langar að prjóna hana!

    ReplyDelete
  2. Ó Erla fallega! Þú ættir að setja inn mynd af þér í skyrtunni líka! :)

    Og þú veist að ég á eftir að sníkja blöðin, að minnsta kosti að láni :)

    Bjarney, á ég ekki bara að fá lánað blaðið með tennispeysunni og taka hana með í næsta handavinnuhitting? Dúdda, má það?

    ReplyDelete
  3. Já það má sko alveg :-) Bara ef ég fæ það til baka ;-)

    ReplyDelete