Thursday, July 29, 2010

Fjársjóður

Úffff.. góður dagur í dag.

Árný hringdi í mig og var þá búin að redda mér nýju hleðslutæki, alveg frítt. Enda ekkert annað sem kom til greina. Það var gleði!


Erlu Maren gekk agalega vel í aðlögun á leikskólanum, lagði sig og allt! Hvílíka gleðin.


Hoppaði eftir vinnu inní nytjamarkaðinn og kom sæl og glöð út með þessi 3 pör. 1200 kall.


En mesta gleðin verður þó að teljast þegar ég keyrði inní plássið á Stokkseyri og sá þar æðislega fallegt, eldgamalt barnarúm sem ég fékk að eiga (það hefði víst lent á haugunum annars..) Ég var ekki bara glöð heldur líka maðurinn sem gaf mér það. Fannst æði að einhver vildi eiga það. Svo allir voru glaðir þar!


Myndavélin var ekki með í för en ég sýni ykkur mynd fljótlega.
Það þarf reyndar að gera fullt fyrir þetta grey.. en það verður sko geðveikt þegar ég er búin að gera við það!Enn einn fjársjóðsfundur dagsins er ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum sem ég fann hér

Ljóðið heitir ljóðabréf til lítillar stúlku - nokkur erindi þar minna mig svo á hana Erlu mína :-)

Gaman er að ganga á fund við gleði þína
og láta hana á sálu sína
sumarlangan daginn skína.

Það er líkt og ljósið streymi úr lófa fínum,
þegar þú hvítum höndum þínum
hjúfrar upp að vanga mínum.

Og þá glingrið grípur þú úr gullastokkum
björt og sæl, í bláum sokkum,
bragar af þínum silkilokkum.

Þegar ég horfi í þessi augu þýð og fögur,
finnst mér eins og láð og lögur
leysist upp í kvæði og sögur.

Upp á hól þú hleypur þar og hoppar niður:
kringum þig er frelsi og friður,
fuglar, blóm og lækjarniður.

Ríktu þar á rauðum kjól, mín rós og lilja:
þar til allar þjóðir vilja
þína veröld sjá og skilja.
Þetta eru svo babúskurnar hennar Erlu sem ég fann í jólahúsinu á Laugaveginum. Fallegar eru þær.

1 comment:

  1. Gleði, gleði :)

    Rosalega er þetta fallegt ljóð *stórt bros*

    og reyndu að setja inn mynd af rúminu sem fyrst ;)

    ReplyDelete