Thursday, October 7, 2010

2 ára afmælis

Það var rosalega ánægt lítið afmælisbarn sem vaknaði að morgni 1. október. Hún fór syngjandi út í daginn, þar sem hún söng afmælissöngin fyrir sig, aftur og aftur.. Ekki minnkaði ánægjan við pakkaflóðið sem beið hennar seinnipartinn. Þó að hún hafi nú ekki alveg skilið þetta allt saman held ég. Hélt til dæmis að pabbi sinn hefði gefið sér alla þessar gjafir því það var hann sem var að hjálpa henni við að opna þær... :-)

Hugmyndina af kökunni fékk ég héðan, en útfærði hana að vísu aðeins öðruvísi. Ég hef voða gaman af fallegum afmæliskökum en í ár ákvað ég að reyna að komast auðveldlega frá þessu. Og það gerði ég heldur betur. Magga vinkona mín bakaði botninn í stóru hringformi, ég skar það svo til helminga og smellti öðrum helmingnum ofan á hinn, skar úr í miðjunni. Bettý vinkona kom svo til hjálpar með kremið ;-)



Smá afmælisskraut, með reyniberjunum úr garðinum.

Eins gott að kertin voru 2 því kertin á afmæliskökuna gleymdust... 

Annar í afmæli: Tótimar, Árný og Freyja Sigga kíktu á okkur. Mikið stuð, mikið gaman


Erla Maren fékk tvær heimagerðar afmælisgjafir sem ég þarf að smella myndum hér inn af.


2 comments:

  1. Sæta snót! Til hamingju með hana Dúdda :)

    ReplyDelete
  2. Til hamingju með dömuna! Mér finnst bæði kakan og kertin mjög skemmtileg, sönnun þess að hlutirnir þurfa ekki að vera flóknir til að vera fallegir :)

    ReplyDelete