Wednesday, November 3, 2010

Góða fólk
Fólkið sem við röðum í kringum okkur skiptir svo rosalega miklu máli. Það hefur svo mikil áhrif á það hvernig við sjálf erum og hvernig við fúnkerum. Ég hef þess vegna reynt að vanda mig í því og er ekkert smá lánsöm að geta sagt að í kringum mig er bara gott fólk.

Sá þetta svo vel í undirbúningi fyrir brúðkaupið okkar Alla hvað allir voru tilbúnir að gera allt sem þeir gátu til þess að láta allt ganga vel og gera allt fallegt svo að við Alli ættum enn betri minningu um þennan fallega dag. 
Við erum að tala um það að ég var hreinlega stundum með samviskubit yfir því hvað fólk var duglegt, margir á yfirsnúningi. Ég verð þeim alltaf þakklát.
Þegar svona margir í kringum mann eru tilbúinir að leggja svona mikið á sig fyrir daginn held ég að dagurinn hafi náð að vera ennþá yndislegri en hann hefði annars verið.
Svo við tölum ekki um þann fjölda fólks sem lagði á sig heilmikið ferðalag til að geta tekið þátt í ævintýrinu.


Allar myndir af WeHeartIt

5 comments:

 1. Væmna, væmna systir *kyss - kyss*

  ReplyDelete
 2. æi, þú ert svo mikil dúlla!! Fallegar myndir:)
  Gaman að þú hafir verið ánægð með daginn stóra.

  Þú ert alveg frábærlega einstök Dúdda:)

  Knúús

  Kveðja Erla

  ReplyDelete
 3. Það erum við sem erum svo heppin að þekkja þig Dúdda mín. Þú átt svo sannarlega allt það besta sem til skilið.

  Brúðkaupsdagurinn var náttúrulega bara awsome! Og svo varstu nú búin að gera svo mikið sjálf, maður fékk ekkert að gera!!

  ReplyDelete
 4. Tek undir orð Evu ;)
  Frábær dagur í alla staði ;) en ég tek líka hrósinu með góða fólkið þar sem ég er ansi mikið í kringum þig :) Takk takk "væmna" mín

  ReplyDelete