Tuesday, December 28, 2010

Og jólin komu á Skólavöllunum..

..þó svo að ég hafi ekki klárað eitt sem átti að rata í jólapakkann hennar Erlu. Dúkkuteppi. Það kom nú ekki að sök því nóg var af pökkum hér :-)

Þetta var þriðja aðfangadagskvöldið sem við erum sjálf útaf fyrir okkur, litla fjölskyldan. Alltaf jafn kósý :-)

Fallegu bjöllurnar, frá Erlu, ömmu Alla, komnar á sinn stað :-)



Bjallan sem við Alli gáfum Erlu Maren í jólagjöf, fyrstu jólin hennar

Jólakúlan með handafarinu hennar Erlu.


Allt heklaða skrautið á trénu er frá Erlu, ömmu Alla. Hún er alger listamaður :-)
Fallega innpökkuðu pakkarnir. Sá efri frá Möggu og hinn frá Sigríði Etnu


Erla Maren í fallega kjólnum sem nafna hennar færði henni frá Kanarí


Jólamaturinn komst á borðið stóráfallalaust.. ;-)


Ólétta konan- í brúðarkjólnum hennar mömmu, sem hún gifti sig í á aðfangadag 1981.

Vona að allir hafi haft það notalegt um jólin!

No comments:

Post a Comment