Tuesday, March 22, 2011

Fjársjóðsfundur

Ég elska svo mikið að finna fallega hluti sem kosta bara klink! Þetta fann ég allt í nytjamarkaðinum hér á Selfossi :-)


Peysa á litla beibí :-) Ég æta að lita hana og skipta um tölur




Þessi er alveg pínku pons og alveg óvíst að litla barnið muni passa í hana.. Því þetta verður ekkert kríli.. eins og ljósan mín orðaði það í dag... En hún er agalega sæt og þarf bara að fá nýjar sætar tölur. Núna geta vinkonur mínar líka farið að óska þess að barnið verði risi svo kannski þær fái þessa gersemi á sín ófæddu ;-)



Tvær litlar sætar svuntur <3



Eldgamall jóladúkur



Fallegur útsaumaður dúkur :-)



Appelsínugulur heklaður dúkur 

Ooog það besta! Fyrir litlu púslsjúku ponsuna. Bangsafjölskyldan og fötin. Loveit!



Fann svo líka þennan kjól, agalega sætur :-) Er reyndar með einn rifinn hlýra en pælingin er að breyta honum e-ð að ofan :-)





1 comment:

  1. Vá það er ótrúlegt hverju fólk hendir!

    ReplyDelete