Monday, July 18, 2011

Lítil blóm

Það er svo gott að geta tekið smá bút af sumrinu með sér inn til sín.


Ég náði mér í blóðberg um daginn á leið heim frá Stokkseyri, er búin að vera að dást af því síðustu skipti sem við keyrum þar sem það glansar í það frá veginum.

Smellti kertum með kennaratyggjói á öfugar á barnamatskrukkur og setti með blóðberginu á disk. Blómin voru fallegri í gær áður en þau þornuðu en þegar þau voru þornuð kom þessi ljúfi ilmur :-)

Hér er svo litla blómið mitt undir fallega blóðbergs-sængurverinu sínu sem hún fékk í skírnargjöf.

5 comments:

  1. mmmm segi það sama.. hægt að gera svo margt við það! Nota það svo oft í mat t.d. :)

    ReplyDelete
  2. Sælar systur, ég var að rekast á bloggið ykkar. Á pottþétt eftir að fylgjast með ykkur, það er alltaf gaman að sjá hugmyndir hjá öðrum. Ég er að fara kaupa hús á Patró sem ég á eftir að taka vel í gegn og ætla að setja upp síðu þar sem ég sýni breytingarnar ;)

    ReplyDelete
  3. kertastjakarnir líta út eins og ísmolar á mynd. Mjög flott!

    ReplyDelete
  4. Birna, þú verður endilega að leyfa okkur að fylgjast með því! :-)

    ReplyDelete