Wednesday, September 7, 2011

Blogg blogg

Haustin eru svo dásamleg - Líka í bloggheimum. Það er eins og það lifni allt við hér þegar það fer að kólna úti. 

Ég vona að þetta sé líka haustið þegar hæfileikaríku og duglegu vinkonur mínar fari sjálfar að blogga - eða já, fari aftur að blogga ;-)

Skemmtilegast er auðvitað að skoða síður sem eru reglulega uppfærðar - Þessar skoða ég á hverjum degi:

A Beautiful mess - Elsie föndurdíva ræður hér ríkjum og bloggar um tísku, föndur og almenn krúttlegheit. Gifti sig í maí og fékk mig til þess að langa til þess að gifta mig aftur ;-) Rekur búð í bænum sínum og er farin að hanna sín eigin kjólalínu. Þessi gella setur sér markmið og nær þeim og við fáum að fylgjast með ferlinu :-)
Úr brúðkaupinu


Bleubird vintage - fáum þar að kíkja inn í líf ungfrú James og fjölskyldu - allt gott og krúttlegt þar :-)
Design sponge online - DIY miðvikudagarnir og fyrir og eftir fimmtudagarnir eru eðal en þess fyrir utan eru þarna ótrúlega skemmtileg innlit í flottar íbúðir - fjölbreyttari innlit en maður sér á öðrum síðum. Hef meira að segja einstaka sinnum séð innlit í íslensk heimili. Gaman gaman.


Þessar 3 síður eru í sérflokki hvað uppfærslur varðar!Af íslenskum skoða ég mikið

Augnablik alveg ótrúlega fallegar ljósmyndir og einstaka föndur.

Óskalistinn - geggjuð barnaherbergi og hugmyndir en Bergrún Íris sem er konan á bak við síðuna heldur einnig úti innlit-útlit blogginu sem er alltaf gaman að fylgjast með :-)


Nýlega rakst ég svo á Handóð-bloggið og sá margt skemmtilegt þar. Ótrúlega flottar hekluðu krukkurnar. Fyrir svona krukkuóða konu ;-)


Líka gaman að fylgjast með Skreytum hús blogginu en hún er einstaklega dugleg að setja inn færslur og er greinilega rosa dugleg að gera fínt í kringum sig :-)


Svo eru tvö blogg sem ég hef haft gaman af en ekki hefur mikið gerst á í sumar en það er Smátt og Smátt bloggið 

Aðeins of fallegt ennisband !

og síðan hjá Guðnýju Brá.
Fallegur kjóll sem hún saumaði á litlu sína - En á síðunni eru líka undurfallegar ljósmyndir.


Ef þú veist um eða ert með skemmtilegt blogg sem við megum ekki missa af, endilega segðu okkur frá í kommentunum. Við getum þá bætt því við alla linkana hér til hliðar :-)

4 comments:

  1. Já haustin eru æði. Það verður allt extra yndislegt þá finnst mér.. Kannski maður taki upp á því að blogga í orlofinu? Hvur veit!

    ReplyDelete
  2. Ég held samt að ég sé of spéhrædd með það sem ég geri.. B)

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir plöggið :) Gaman að heyra að þú fylgist með síðunni minni, ég lofa að bráðum fara blogghjólin að rúlla. Er að standa í flutningum og framkvæmdum, bæði á heimilinu og blogginu - ég lofa skemmilegu bloggi von bráðar!

    ReplyDelete