Thursday, October 6, 2011

Flutningar


Nú fer að líða að því að við litla fjölskyldan flytjum vestur á Tálknafjörð! Ég hugsa að ég setji niður í fyrstu kassana í dag! 

Þetta er alveg passlegt því það er svo stutt síðan ég var orðin alveg sátt með það hvað allt var orðið fínt hér... Þá hlýtur að vera kominn tími til þess að gera allt upp á nýtt? Það vantar sko ekkert hugmyndirnar hjá mér svo það verður örugglega með nógu að fylgjast með hér á næstunni!

Spennandi!

En við erum semsagt að flytja inní húsið sem mamma og pabbi eiga, Ólátagarð!
Svo Erla Maren og Ragna Evey verða systurnar í Ólátagarði. Vonderfúl!Svo ef þið eigið leið vestur. Komiði og segið Hæ við mig! :-)

1 comment:

  1. Ó Dúdda, þetta er svo ljúfsárt... Það er frábært að þú sért að flytja vestur en líka erfitt að þú farir svona langt frá mér ;)

    ReplyDelete