Friday, October 14, 2011

Stuð á Skólavöllum

Hjá þessum sætu píum í það minnsta..Mínir dagar líta aðeins öðruvísi út.. Fullir af pappakössum, að flokka, pakka og henda. Það fer að vísu minnst fyrir því - alls ekki mín sterka hlið get ég sagt ykkur!Fallegu hlutirnir

þurfa auðvitað að vera vafnir inn í falleg efni. Það að geyma alla litlu kassana hlaut líka að koma sér vel! :-)
En skotturnar þurfa líka smá stuð þegar rignir úti svo við bjuggum til smá hús í stofunni. Tók um það bil eina og hálfa mínútu.. Afhverju ég geri þetta ekki alla daga veit ég ekki! En það sem þurfti að gera var að færa einn stól og bekkinn og smella afmælisdúknum yfir..

Það var frekar einmannalegt fyrst hjá þeirri litlu
En fljótlega bættist EMí í partýið ;-) Eruði að sjá hvað litla konan dýrkar stóru syss!Slegið upp te-boði!

Ekki alveg að skilja þetta enn ..
Gott að eiga stóra systir til að kenna sér..

Orkuboltar sitja sjaldnast kyrrir - farin að leita að -öðrum leiðum út..
Heimkomu pabba fagnað!


Aftur ein á báti. hehe Eins gott að sú stóra sá ekki til hennar þarna ;-)
Gleymir sér í barnatímanum..Það er kominn tími til að hætta þessari vitleysu þegar of margar myndir eru farnar að líta svona út ;-)Lengi lifi leikskólafrís-rignangadagar!

3 comments: