Ég elska að gera eitthvað fínt úr því sem er til hér heima. Þessi skreyting er einmitt svoleiðis. Kostaði ekki krónu og ekkert vesen! Ég er alveg agalega kát með þetta :-)
Ég notaði einn af matardiskunum mínum sem er úr IKEA 4 misstórar barnamatskrukkur, þeim sneri ég á hvolf og festi á kertastatíf, skreytti svo með könglum og þæfðum kúlum.
Hér eru svo myndir af kransinum frá því í fyrra :-)
Frábær síða hjá ykkur systrum - hef fengið fullt af sniðugum föndur hugmyndum hjá ykkur:)
ReplyDeleteEn ég var að spá með litlu kertastjakana sem kertin eru í - hvar fékkstu þá?
Kveðja,
GM