Wednesday, November 30, 2011

Aðventukrans 2011

Ég elska að gera eitthvað fínt úr því sem er til hér heima. Þessi skreyting er einmitt svoleiðis. Kostaði ekki krónu og ekkert vesen!  Ég er alveg agalega kát með þetta :-)

Ég notaði einn af matardiskunum mínum sem er úr IKEA 4 misstórar barnamatskrukkur, þeim sneri ég á hvolf og festi á kertastatíf, skreytti svo með könglum og þæfðum kúlum.Hér eru svo myndir af kransinum frá því í fyrra :-)

1 comment:

  1. Frábær síða hjá ykkur systrum - hef fengið fullt af sniðugum föndur hugmyndum hjá ykkur:)

    En ég var að spá með litlu kertastjakana sem kertin eru í - hvar fékkstu þá?

    Kveðja,
    GM

    ReplyDelete