Friday, November 18, 2011

Kraftaverkasúpan



Um daginn þegar það var stormur úti og kærastinn frekar slappur ákvað ég að skella í Kraftaverkasúpuna góðu. Þetta er súpa sem mamma hefur gert í mörg ár og slær hún alltaf í gegn! Hún fékk nafnið Kraftaverkasúpan því hún hressir mann alltaf við þegar maður er slappur/veikur - enda stútfull af vítamínum;)

Það sem þið þurfið:


1 líter af vatni
1 msk. olía
1 lauk
2-3 gulrætur
1-2 lúkur af pasta
Tómatmauk í niðursuðudós, ég nota alltaf diced:)
1 lúku af broccoli
6 msk. tómatsósu
3 msk. hunts chillitómatsósa
1 grænmetistenging
1/4 líter rjóma
1/4 líter mjólk
Salt og pipar


Aðferð:


Hitið olíuna, steikið niðurskorinn lauk og basilikukryddið og gerið laukinn mjúkan (ath. ekki brúna hann, bara mýkja!).
Hellið 1 líter af vatn ofaní, setið gulræturnar, báðar tómatsósurnar, tómatinn í niðursuðudósinni og grænmetisteninginn.
Þegar suðan kemur upp þá skelliði pastanu með.
Broccoli-ið fer út í stuttu eftir það, en það tekur ekki langan tíma að vera soðið í gegn.
Þegar pastað er tilbúið þá setjiði mjólkina og rjóman út í.
Salt og pipar eftir þörf.


*Ef ykkur finnst súpan ekki nógu bragðmikil þá bætiði bara meira af tómatsósunni:)

*Ef það verður afgangur og þið ætlið að hita súpuna upp daginn eftir þá er pastað búið að draga í sig mikinn vökva, því er oft gott að bæta örlitlu vatni og setja smá tómatsósu útí:)

Þetta er eitt af því fyrsta sem ég lærði að elda og súpan er ekkert að fara að klikka ef þið hendið þessu svo bara öllu saman;) Hún gerði það allvega ekki hjá mér þegar ég var að byrja.

..Og ég er að segja ykkur það, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum;)

Sigríður Etna + þriggja vikna nýrnasteininn:*

2 comments:

  1. Mmmm! Lovlí! ég ætla einmitt að elda hana í kvöld! :-)

    ReplyDelete
  2. Hlakka til að prófa þessa, enda virkar hún voðalega girnileg.
    Er búin að gefast upp á að búa til súpur sem þarf að sjóða í 5 tíma.

    Kíki annars reglulega hingað inn. Alltaf jafn gaman að lesa bloggið ykkar :)

    ReplyDelete