Ég sagði aldrei frá því hvernig við gerðum nafnamerkingarnar í brúðkaupinu okkar, svo það er aldeilis kominn tími á það.. :-)
En það sem við gerðum var s.s. að við skrifuðum nöfn gestanna upp í word, settum í rétt letur og stærð og prentuðum svo út. Lögðum svo bókaplast yfir nöfnin og dróum þau í gegn. Að því loknu voru nöfnin klippt út og límd á krukkurnar.
Í lokin límdum við svo blúndu yfir krukkuna sem hleypti nöfnunum svona skemmtilega í gegn.
Þetta er svo hægt að leika sér endalaust með :-)
Kv. Dúdda <3
Vá þetta er geggjað flott. Takk fyrir að deila þessu c",)
ReplyDeleteég segi það sama og Elín, þessar krukkur eru geggjaðar og ótrúlega sniðugt og rómantískt, kv. Erla
ReplyDeleteÞetta er rosalega fallegt og rómó :)Kv Guðný Björg
ReplyDelete