Wednesday, June 12, 2013

Að hella úr hjartanu.

Ég hef síðan ég byrjaði með þetta elskulega litla blogg mitt annað slagið fengið að heyra það að það sem ég set hér inn sé bara glansmynd af lífinu. Og það er svo sannarlega satt! Mitt markmið með þessu bloggi er að setja hér inn þá mola sem ég vil minnast. Ég ætla að  gleyma draslinu, veseninu og vælinu. Lífinu fylgja jú allir þessir hlutir og meira leiðinlegt til. En þegar ég lít til baka þá er það þetta sem ég vil muna.

Málið er það að ég er mjög mjög gleymin. Ég á mjög fáar minningar úr æsku. Ef það eru til myndir til að sanna að það hafi gerst, þá eru meiri líkur á því að ég muni það.

Ég nota því sömu aðferð áfram.

Vó, hvað ég held að ég eigi eftir að verða kát gömul kerling!

Kv. Dúdda <3

8 comments:

  1. Flott mottó hjá þér - ég hef alltaf mjög gaman af því að skoða bloggið þitt, það fær mann til að brosa og minnir mann á að einbeita sér betur að því sem raunverulega skiptir máli. Takk fyrir það!

    ReplyDelete
  2. Ég elska að skoða síðuna þína :)Hlakka alltaf til að sjá eitthvað nýtt frá þér :) Mér finnst það bara frábært að leggja áherslu á það góð og skemmtilega, það ættu fleiri að vera eins og þú með jákvæða, góða og mjög skemmtilega sýn á lífið. Súper kveðja að vestan Gulla

    ReplyDelete
  3. Hæ Dúdda! Datt bara inn á bloggið þitt og vildi skilja eftir kveðju. Flott blogg btw, ég mun örugglega kíkja hér inn reglulega. P.S. ég er sko vinkona hennar Árnýjar.

    ReplyDelete
  4. Lára EyjólfsdóttirJune 12, 2013 at 2:40 PM

    Molarnir þínir eru dásamlegir og bloggið þitt er skemmtilegt, það eru oft litlu hlutirnir sem skipta mestu máli og að vera jákvæður og þakklátur fyrir það sem maður hefur :)

    ReplyDelete
  5. Mér þykir einmitt svo ljúft að kíkja hérna inn til að sjá fallegu hlutina á mynd og orðin sem fylgja ! Hitt, þe ruslið og leiðindin fylgja bara en um að gera reyna gleyma því sem fyrst og horfa á björtu hliðarnar !
    Takk fyrir yndislegt blogg,
    kv.
    Halla

    ReplyDelete
  6. Svo verða bara þessi örfáu að sætta sig við að lífið er barar hreinlega svona fallegt og dásamlegt hjá sumum, þegar öllu er á botninn hvolf þá skapar maður sér að mestu sitt eigið líf.

    Kv.
    E.
    óþolandi glaða týpan ;)

    ReplyDelete
  7. ... Sá að Sigga líkar síðuna þína reglulega og á það til að kíkja. Mér finnst þetta frábært hjá þér og langar sjálf að búa mér til svona síðu. Er svo sammála að lifið er fullt af allskonar, en við höfum svo sannarlega val hvort við látum ljósið skína á það sem miður fer eða það sem er einfaldlega fallegt og gleðiríkt. Þetta er frábært blogg og gott hjá þér að taka ekki inn á þig þó að fólk telji þetta glansmyndir af lifinu. Svo sannarlega áttu fallegt líf og svo sannarlega sýnir þú að þú kannt að meta það. Indisleg börn sem þú átt og indisleg mamma sem þau eiga, svo skapandi og skemmtileg. Ekki má þó gleyma pabbanum. Þið eruð öll flott. Kveðja Jórunn Arna

    ReplyDelete
  8. Takk fyrir falleg orð Jórunn! Og ég hvet þig eindregið til að búa þér til síðu og skella svo linknum hér inn í kommenti :-)

    ReplyDelete