Tuesday, June 18, 2013

Er einhver að leita að mánanum?

Þá er hann hér. Heima hjá okkur í Þorlákshöfn.
Ég er alveg rosalega glöð með það! Ég fékk póst frá lesenda sem vildi benda mér á síðu sem heitir Mr. Printables. Ég er svo búin að vera að skoða hana eins og ég hef getað í dag. Þar rak ég augun í þetta tungl en það prentar maður út á 12 A4 blöð, klippir til og límir upp á vegg. (Ég notaði límband með lími báðum megin).

Það er alltaf gaman að hafa fínt í kringum sig en þar sem við eigum bara eftir að vera hér í Þorlákshöfn í  um 3 og hálfan mánuð þá er gaman að detta niður á svona lausnir til að skreyta með :-)

Kv. Dúdda <3

2 comments:

  1. nei Dúdda mín ég er ekki að leita því sé hann út um stofugluggann minn. Að vísu bara hálfan. Hvort er betra hálfur eða fullur??
    mamma

    ReplyDelete