Thursday, June 6, 2013

Stórir hvítir glerskápar

draga mig alltaf að sér.. Þeir sýna svo vel hvað þeir geyma og fá mann til að gleyma sér alveg í að skoða innihaldið.
Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að eignast einn slíkann en held að lausnin sé núna fundin því nú fæst í ikea úr Stockholm línunni þessi fallegi skápur. Hann er að vísu uppseldur en er væntalegur.

Þá myndi eina vandamálið vera að ákveða hvar þessi skápur ætti að vera staðsettur. Ég hallast að dótaherberginu þar sem hann myndi geyma fallega föndurdótið sem maður gæti þá haft fyrir augunum og væri kannski duglegri við að dunda sér. Eða að hafa hann í eldhúsinu undir allar gersemarnar þar.

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment