Monday, September 2, 2013

Ber

Við fórum í enn eitt ferðalagið vestur um helgina í tilefni þess að pabbi minn varð sextugur á föstudaginn. Ég og börnin keyrðum á fimmtudaginn með Sigríði systur og á leiðinni fengum við allskonar veður, aðallega leiðinlegt ;-)

En á laugardaginn var hins vegar dásamlegt veður og þá gat ég aðeins kíkt í berjamó sem gerði aldeilis gott fyrir sálina mína.


 Þessar voru bjartsýnar og tóku með sér stórar fötur eins og fullorðna fólkið sem var með tínu. Og lögðu svo af stað í það sem Erla Maren sagði að héti ,,Fjallberjaganga." Það var ekkert í fötunum hjá þeim þegar þær fóru niður enda berin svo góð...

 Afi kom hinsvegar til bjargar og fyllti föturnar.

 Smá hvítt í fjallstoppum og aðalbláberin dásamlegu.

 Ljúf stund með mömmu sætu.

Berjablá og sæl!

Þessi verður bara að fylgja með þó hún sé hreyfð. Ein alveg búin á því og svona frekar skrautleg eftir góðan dag!

Kv. Dúdda <3

1 comment:

  1. Skvísan greinilega alsæl með daginn sinn.
    En nú langar mig í krækiber! Hef samt ekki séð nein hér í kringum Selfoss enn sem komið er

    Kv, Tína

    ReplyDelete