Wednesday, October 9, 2013

Heimsókn hjá Unni Heklu

Vinkona mín er snillingur þegar kemur að því að finna fallega hluti í nytjamörkuðum. Herbergi dóttur hennar, Unnar Heklu er gott dæmi um það en öll húsgögnin fyrir utan rúmið og kommóðuna eru annað hvort af nytjamörkuðum eða af bland.is. Kíkjum inn :-)
Ljósið finnst mér æðislegt!

Tekknáttborð - Barna-bast stóll og fallegur spegill. Dúkkuhúsið er svo gamalt úr Ikea.

Gömul mynd sem mamman saumaði út sem barn.

Leikfangavagga notuð undir tuskudýrin og gömul ferðataska undir leikföng.

Monsurnar alltaf sætar.

Glerkúla geymir armbandið frá spítalanum.

Heklaðar dúllur  hanga í gardínustönginni.

Falleg smáatriði.

Takk fyrir að leyfa okkur að kíkja í heimsókn Magga og Unnur! :-)

Kv. Dúdda <3

3 comments:

 1. Snillingar báðar tvær!! ;)

  ReplyDelete
 2. Rimalrúm er hægt að fá á 100kr í góða hirðinum :) Eigum svoleiðis sem við máluðum og er bara alveg frábært

  ReplyDelete
 3. Kúlan með armbandinu er ótrúlega falleg hugmynd
  kv. Edda Linn (stjúp og tengda frænka Möggu)

  ReplyDelete