Tuesday, June 17, 2014

Það er kominn 17. júní

Gleðilegan þjóðhátíðadag kæru Íslendingar!

Á þessum degi langar mig alltaf mest til þess að skoða landið okkar með fólkinu mínu. Við ákváðum þess vegna eftir sundferðina í dag að smella okkur á Dynjanda í Arnarfirði. Aksturinn tók ekki nema um klukkutíma og leiðin virkilega falleg.
 Íslenski fáninn var auðvitað tekinn með.


Þjóðarblómið okkar, Holtasóleyin var þarna útum allt.

Góðhjartaður túristi bauðst til að taka fjölskyldumynd. Það tókst ágætlega.

Systkinamyndin tókst hinsvegar svona..
 Stelpurnar.

Pabbinn með ungana sína.
 Þegar við höfðum gengið til baka fengum við okkur nesti og þau léku sér með fótbolta.






 Þið hafið kannski tekið eftir litaþemanu en við klæddum okkur öll í fánalitina enda mjög svo viðeigandi. Lýðveldið á jú 70 ára afmæli! :-)


Vona að þið hafið átt góðan dag með ykkar fólki.


Kv. Dúdda <3




3 comments:

  1. Fallegar myndir og frábær hugmynd sem þið hafið fegnið, að hafa þjóðlegt litaþema og fara að Dynjanda.

    ReplyDelete
  2. Kveðja Bettý (gleymdi að setja nafnið mitt við færsluna)

    ReplyDelete
  3. Þið eruð svo sæt! Gleðilegan þjóðhátíðardag (viku of sein...) og takk fyrir að vera svona dugleg að setja fallegt inn á bloggið :) Gleður mig alltaf!

    ReplyDelete