Thursday, June 12, 2014

Ferðalag

Nokkar myndir sem við tókum á ferðalaginu okkar í síðustu viku á bæði símann og Nikon vélina.

 Fjölskyldumynd tekin fyrir 30 ára afmælisveisluna hans Alla. Þar hittum við svo marga sem okkur þykir vænt um og finnst gaman að vera í kringum. Dásamlegt alveg!

 Það var mikið um að vera um helgina því á laugardeginum gæsuðum við Sigríði Etnu litlu systur. Þetta var búningurinn hennar fyrir daginn. Inni í blöðrunum voru svo þrautir sem hún átti að leysa.


 Það tekur á litla kroppa að fara svona útúr rútínunni sinni en ég held að þau hafi líka gott af því allavega svona einstaka sinnum.

Rétt áður en tími var kominn á heimferð fórum kíktum við á Knarrarósvita. Erla Maren kom reyndar ekki með. Hún sagðist vera bara of þreytt. Ég held það hafi verið alveg rétt hjá henni. Við hin nutum þess að fá okkur ferskt loft í sjávargolunni.


Í kringum vitann er mikið af gölum þar sem hægt er að komast í skjól. Fullkominn staður fyrir lautarferð og þarna gætu verið margir hópar á sama tíma án þess að verða mikið varir við hvorn annan! Mæli með!

 Rögnu Blómarós leiddist ekki að tína blómin

 Við gerðum tilraun til þess að búa til blómakrans. Það tókst svona vel.. Við æfum okkur bara meira. Svo hefur mér líka dottið í hug að bæta bara við föndurvír og klippum í veskið til þess að vera tilbúin í hvað sem er. Sennilega ekki vitlausasta hugmynd sem ég hef fengið.

Það er bara eitthvað við þessa vita. Allt verður fallegt í kringum þá svona hvíta við himininn og litrík fötin.

Mæðgur.

Feðgar að leik.


Er ansi mikið skotin í þessum hér.

Ragna dælir blómum í foreldrana.

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment