Monday, June 30, 2014

Rauðisandur

Nokkrar myndir frá því um daginn þegar við skelltum okkur ásamt annari fjölskyldu á Rauðasand. Að hugsa sér að hafa þessa paradís svona nálægt sér. Það mætti kalla það forréttindi! Sólin skein, Sandurinn var heitur en sjórinn var kaldur. Mömmurnar tvær voru þær einu sem skelltu sér ekki ofaní en aðrir létu ekki kuldann stoppa sig.Allir skemmtu sér vel en það var gott að komast í fötin og skella sér svo í sund um kvöldið. Það er vonandi að við fáum miklu fleiri daga eins og þennan svo hægt verði að endurtaka leikinn!

Kv. Dúdda <3

1 comment:

  1. Fallegar myndir! Mér finnst alltaf svo gaman þegar þú setur inn myndir af vestfirskri náttúru :)

    ReplyDelete