Wednesday, August 27, 2014

Molar - Nóg að gera

Í sumar voru dagarnir fullir af litlum og stórum ævintýrum. Hér eru nokkrir molar

Þegar Elmar litli hljóp yfir allan völlinn þar sem hann sá bolta. Bolta kallar drengurinn að vísu bara sparka enda alltaf sagt að sparka þegar hann sér bolta. Ég er ekkert viss um að við getum snúið þessu.. 

Dagurinn þegar við settum upp trampólínið. Kassarnir voru ekkert minna vinsælir..

Trampólín með útsýni

Við erum aðeins búin að tína ber. Þessum finnst best að tína bara beint uppúr dósinni. Við komum sjaldnast með mikið heim. Allir koma þó heim með káta maga.

Apakettir í aparólunni á Bíldudal.

Þessari fannst möst að taka einn hring á íþróttavellinum úr því að við vorum komin þangað. Kraftinn hefur hún sennilega fengið frá fjöllunum. Þvílík dýrð!


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment