Monday, August 25, 2014

Rauðasandur aftur


Önnur ferð sumarsins á sandinn og dæturnar sammála um það að það hafi ekki verið nóg. En miðað við veðrið í dag þá finnst mér ólíklegt að við förum meira þangað þetta sumarið. Förum vonandi oftar næst. Nokkrar myndir frá þessum góða degi:

Súperstjörnur!





Sulla. Veit fátt betra.


Á leiðinni aftur í bílinn. Ragna litla þreytt og köld. Komin í peysuna hennar mömmu og allir komnir langt á undan. Henni lá þó ekkert á því þessir Geldingahnappar tína sig ekki sjálfir.






Kv. Dúdda <3

2 comments:

  1. Sæl, Má ég spyrja hvort þú hafir verið á ferðinni föstudag fyrir verslunarmannahelgi? ég datt óvænt niður á bloggið þitt í vor, gegnum aðra síðu, og kíki reglulega því mér finnst þú vera með skemmtilega sýn og frásögn. Svo hef ég tengingu á staðinn svo ekki leiðinlegt að sjá myndir....en ég var semsagt á svæðinu í ágústbyrjun og skrapp á Rauðasand. Upp á miðri heiði mættum við bíl og þá hafði ég á orði að við hefðum örugglega verið að mæta bloggaranum sem ég læsi reglulega! mér fannst það skemmtileg tilviljum. Kveðja frá ókunnugum lesanda, Jóna.

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir hlý orð! En það passar einmitt að við vorum á ferðinni þennan dag :-)

    ReplyDelete