Saturday, December 27, 2014

Gleðileg jól!

Ég vona að þið hafið öll haft það rosalega gott núna um jólin. Við áttum allavega alveg rosalega góða daga saman heima en erum núna komin suður til fjölskyldu Alla þar sem við ætlum að fagna nýja árinu.

Ég var ekkert að missa mig í skreytingunum en hér koma nokkrar myndir frá heimilinu um jólin

Aðventuskreytingin var tilbúin ca. korter í jól. Mig vantaði alltaf eitthvað í hana. 

Stjörnur á himninum hjá Elmari

Falleg birtan bæði inni og úti.

Stafaborðinn góði, dúkur á borðinu, könglar, jólastjarnan og fínu jólasveinarnir frá ömmu Erlu.


Könglar festir á borða, heklaða bjölluserían og snjókornin frá Erlu setja svip á stofuna.

Einfalt og gott.

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment