Tuesday, September 15, 2015

Sumar molar

Nóg er til af molum eftir sumarið. Þeir munu rata hér inn einn af öðrum næstu daga og vikur. Það verður gott að minna sig á sumarið þegar veturkonungur mætir á svæðið. Ég set þá hér inn fyrir mig sjálfa en þykir gaman ef fleiri kíkja hér inn og njóta með mér. 

Eina ferð sumarsins á Rauðasand var farin með góðum vinum. Umhverfið stórkostlegt eins og alltaf en ekki alveg að sýna gestunum sínar bestu hliðar. 

Þessi mynd af þeim finnst mér algert æði.




Yndislegi minn röltir á róló í stráunum sem voru hærri en hann. Að hugsa sér hversu lítil þessi krútt eru og svona eru þau í svo stuttan tíma.

Stundum þóttist ég gera gagn á bænum. Oftast var ég samt bara með vesen. Haha. Vinnugallinn samt að lúkka vill ég meina.

Trítlað uppí fjall að kíkja á grænjaxlana. Hoppandi sæl eins og sjá má.

Sælar systur á vesturleið. Andlitsmálaðar á Bryggjuhátíð á Stokkseyri.

Sumardagar, sólin og blómin.

Sveitadurgurinn var að elska lífið í sveitinni.


Takk fyrir komuna - þar til næst.

Kv. Dúdda <3


No comments:

Post a Comment