Ég er svolítið í því að liggja yfir blogsíðum, ein af þeim síðum sem ég skoða reglulega er Love Taza en konan á bak við hana heitir Naomi, á síðunni birtir hún dásamlegar myndir og einstaka sinnum myndbönd af sér og gullfallegu fjölskyldu sinni. Fyrir nokkrum mánuðum setti hún inn mynd af þremur hringjum en á þeim voru nöfnin á börnunum hennar og manni.
Mig langar í svona silfur hringi með nöfnunum á mínu fólki! Hér er hægt að panta svona dásmemd
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment