Monday, June 10, 2013

Afmælisstelpa

Í dag á ég 28 ára afmæli. Daginn hóf ég á því að kíkja á facebook þar sem biðu margar fallegar kveðjur frá vinum, það verður gaman að kíkja aftur í dag en þá verða vonandi komnar enn fleiri! Gaman að sjá að fleiri en ég séu glaðir að ég hafi fæðst! :-)

Ég og minn góði maður ákváðum að kaupa okkur svolítið af fötum sem afmælisgjöf frá okkur til okkar þar sem við erum orðin hálf fatalaus. Ég gerði mér því ferð til Reykjavíkur um helgina og kom heim með einn kjól.. Frekar skúffuð. 

Skrýtið þegar maður eldist og líkaminn breytist og maður veit allt í einu ekkert hvað það er sem fer manni vel. Svo ég tali ekki um þegar maður er með barn á brjósti og brjóstin eru alllltof stór!

Ég ætla að athuga í dag hvort þessar tvær flíkur fáist í Zöru og panta þær þá.:



Þessi kjóll er svo mögulega sá fallegasti sem ég hef séð en hann myndi ekki virka á mér fyrr en ég hef misst ansi mörg kíló og þá aðeins eftir að elsku börnin mín eru sofnuð ;-)


Vilduð þið vera svo vænar að segja mér hvert þið farið helst til þess að kaupa ykkur föt?


Kv. Dúdda <3

2 comments:

  1. Hæ Dúdda, mæja hér, til hamingju með afmælið! :D

    Ég finn oft eitthvað í Next í kringlunni. Vúhú!
    Svo er það elsku Kolaportið :) mmmm

    ReplyDelete
  2. Kannast við þetta vandamál....eftir 3 börn er kroppurinn ekki alveg sá sami og maður veit ekki einu sinni hvað maður vill og hvað lúkkar vel :s
    Vero moda er oft með ágæt föt, Vila og jafnvel Debenhams....annars er H&M og Gap best en það er bara svo langt að fara!!!!
    Ég fer samt líka mikið í Twill og kaupi mér efni og sauma mér bara föt, veit að það getur þú líka og hvet þig til þess, þú ert hæfileikarík og alveg með'etta saumagen ;)
    Kv, Elísabet í Njarðvík

    ReplyDelete