Silkiborðarnir úr Söstrene Grene æpa alltaf á mig þegar ég kem inn í verslunina, svo fíngerðir, litríkir og fallegir!
Um daginn var alveg að koma að brúðkaupi systur minnar og mágs og ég átti leið þar um. Ég kippti með mér nokkrum rúllum. Fór svo heim og heklaði úr 2 lengjur.
Fyrst úr fjórum borðum saman. Það sem var svo skemmtilegt var hvernig borðarnir veltust um og keðjan skipti litum.
Svo valdi ég appelsínugula borðann og heklaði eina lengju úr
Fyrir brúðkaupið batt ég svo slaufu á báðar lengjurnar og hafði aðra sem hálsmen en hina sem armband en þær gætu klárlega báðar verið bæði armband og hálsmen... Jafnvel hárband. Ó, möguleikarnir!
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment