Ég elska að finna ný og skemmtileg öpp.
Árný systir benti mér um daginn á app sem heitir apps gone free en á hverjum degi kemur þar inn listi yfir öpp sem eru frí í einn dag. Nauðsynlegt að fylgast með því.
En öppin sem mig langar til þess að tala um í dag eru Studio og Rhonna Designs. Ég nota þessi öpp mikið þessa dagana og get eiginlega alveg gleymt mér í þeim en ég nota þau svolítið saman. Byrja með mynd í Rhonna design en ef ég ætla að setja texta færi ég hana yfirleitt alltaf yfir í Studio því íslensku stafirnir eru ekki að virka alltaf í rhonna. Rhonna er einfaldara að vinna með en maður er fljótur að finna útúr hinu. Youtube er líka alltaf vinkona manns ef maður er í vafa með eitthvað;-)
En svo það fari ekkert á milli mála þá er afterlight enn mitt uppáhalds ljósmynda app órtúlega auðvelt að fikta í myndum þar og þar eru líka svo margir fínir filterar og rammar. Fyrsta stopp hjá mörgum myndunum mínum er því þar.
Ég er líka búin að vera að föndra við glaðninginn sem ég ætla að senda út eftir facebook leikinn en þar komu nýju öppin 2 mikið við sögu ;-)
Hér er mynd af elsku molunum mínum sem ég notaði öppin í að leika mér með.
Kv. Dúdda
No comments:
Post a Comment