Í dag eigum við Arilíus 3ja ára brúðkaupsafmæli!
Ég mun eyða deginum í lærdómsbrjálæði í höfuðborginni en hann í vinnunni og með börnunum okkar fyrir vestan.
Það sem ég er heppin með að eiga þennan mann. Við eigum ótrúlega dýmætt samband og leggjum okkur fram við að koma alltaf fallega fram við hvort annað og styðja hvort annað í því sem við ákveðum að taka okkur fyrir hendur. Ég held að það skipti mestu máli. <3
Það passar vel við daginn að láta lagið yfir hóla og yfir hæðir, eftir Svavar Knút fylgja með en það var sungið í athöfninni okkar. Þetta er held ég bara þemalag lífsins okkar svei mér þá.
Hér getið þið séð myndir frá deginum okkar. Frá fyrsta vetrardegi árið 2010.
Kv. Dúdda <3
Til hamingju með daginn ykkar krúttin ykkar!! Alltaf á leiðinni að hringja.. Miss you! ;)
ReplyDeleteTil hamingju með brúðkaupsafmælið
ReplyDelete